Færsluflokkur: Umhverfismál

Borgarstjóri ákveður að takmarka útivist Reykvíkinga á kvöldin og um helgar

 Opið bréf til Borgarstjórans í Reykjavík
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir
  
Heil og sæl.
Ég var að venju í strætó  í gær og þar sá ég látlausa tilkynningu um breytingar á tímatöflu sem á að taka gildi 1. febrúar og fékk sting í magann, þetta boðar ekkert gott afar lúmsk tilkynning sýndist mér. Þegar ég kom heim kannaði ég nánar það sem að baki liggur og það er ekkert lítið. Það á sem sagt að SKERÐA ÞJÓNUSTUNA verulega. Vagnarnir eiga aðeins að ganga á klukkustunar fresti á kvöldin og um helgar. Þetta kalla ég útigöngubann í höfuðborginni okkar.  
  
Þar sem stjórn Strætó bs virðist ekki bera skynbragð á að almenningssamgöngur eru til margs annars en að aka börnum í skóla og fólki til og frá vinnu vil ég benda á að með almenningssamgöngum getur borgarinn án mikilla takmarkana farið ferða sinna um borgina og sinna þar hversdagslegum erindum hvenær sem er allan daginn og á kvöldin. Má þar nefna að fara: til læknis, í leikhús, í bíó, í bókasafnið, listasafnið, Kolaportið, gefa öndunum, fara á völlin og í Laugardalinn, apótekið, í heimsókn á spítalann, elliheimilið, í sund o.sfv. Ef Reykvíkingar geta ekki sinnt hversdagslegum erindum um borgina sína á skömmum tíma tel ég að borgaryfirvöld hafi takmarkað ferðafrelsi íbúanna og þar með alvarlega brugðist skyldum sínum við þá og valdið þeim íþyngjandi tímaeyðslu og auknum kostnaði.
 
Ég vil hér með mótmæla þessari ákvörðun harðlega og óska eftir því að þú beitir þér fyrir því að Reykvíkingar geti komist með eðlilegum hætti millli hverfa og innan hverfa í borginn til að sinna sínum erindum. Ef önnur sveitarfélög sem standa að  Strætó bs vilja ekki taka þátt í almenningssamgöngum, einungis skólabílum og vinnuferðabíla þá verðum við Reykvíkingar að taka til okkar ráða og endurreisa SVR til að sjá um samgöngur innan borgarinnar.

Þetta þýðir að við höfum ekkert almenningssamgöngu kerfi lengur, aðeins skólabíla og vinnuferðarútur. Ég spyr ert þú sammála því að í borginni, sem þú átt að þjóna, séu samgöngur skertar svona grimmilega á tímum alvinnuleysis og aukinnar fátæktar einmitt þegar tækifæri er að efla almenningssamgöngur?
 Þú borgarstjóri góður og aðrir borgarfulltrúar megið velta því alvarlega fyrir ykkur hvaða hagsmunir eru í húfi á þessu erfiðu tímum enn á ný þjónustu Strætó. Ég sé ekki að það komi neinum til góðs nema bensínsölum og bílasölum.

Ég óska eftir skriflegu svari við þessu erindi mínu um vilja þinn í þessu máli.
Með góðri Kveðju

Kristbjörn Egilsson


mbl.is Ferðum strætó fækkað vegna erfiðleika í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Kristbjörn Egilsson

Höfundur

Kristbjörn Egilsson
Kristbjörn Egilsson
Almenningssasmgöngur

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband